Verðbólgan nú 8,3%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,25% milli mars og apríl samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,26% frá mars. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,1% milli mánaða.

Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,3% en án húsnæðis um 11,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2% sem jafngildir 8,1% verðbólgu á ári en 11,1% án húsnæðis.

Vísitalan er nú birt á nýjum grunni og byggist hann á niðurstöðum úr útgjaldarannsókn Hagstofunnar árin 2006-2008. Auk hennar hefur Hagstofan notað ýmsar nýrri heimildir við vinnslu grunnsins. Má þar nefna tölur um nýskráningar bifreiða og gögn um veltu á smásölumarkaði.

Innbyrðis vægi dagvöruverslana hefur verið endurskoðað. Þá hefur tillit verið tekið til breytts innkaupamynsturs árið 2009 og eru áhrif þeirrar breytingar 0,03% til lækkunar á vísitölunni. Að öðru leyti veldur endurnýjun grunnsins sem slík ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl.

Breytt hefur verið um aðferð við útreikning vísitölu fyrir kaup á nýjum bílum og eru undirvísitölur nú reiknaðar sem afburðavísitölur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK