Merkel: Niðurskurður mun hvetja aðra til dáða

Angela Merkel
Angela Merkel Reuters

Sá mikli niðurskurður sem kynntur hefur verið í Grikklandi sem endurgjald fyrir neyðaraðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun hvetja önnur evru-ríki sem eru í vanda til dáða svo þau geti forðast að þeirra bíði sömu örlög, segir Angela Merkel, kanslari Þýskalands í þýska blaðinu Bild am Sonntag.

„Allir sérfræðingar segja að Portúgal, Spánn og Írland séu í betri stöðu en Grikkland," segir Merkel í viðtalinu.

„Þessi lönd geta einnig séð að leiðin sem Grikkland fer með AGS er ekki auðveld leið. Þetta þýðir að þau munu gera allt sem þau geta til þess að forða sér frá sömu örlögum og þau hafa þegar gripið til sparnaðaraðgerða," segir Merkel ennfremur.

Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að samkomulagið við ESB og AGS hafi verið samþykkt og það ætti sér enga hliðstæðu. Ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerði hefði Grikkland stefnt í gjaldþrot. 

Talið er að samkomulagið sé metið á 120-130 milljarða evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK