Aldrei meira atvinnuleysi en í fyrra

Síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna og atvinnuleysi meira en árið 2009 þegar það var 7,2%. Mest atvinnuleysi fram að því var á árunum 1992 til 1995 eða á bilinu 4,3% til 5,3%.

Fram kemur í nýju riti Hagstofunnar, að á síðasta ári voru 180.900 á vinnumarkaði. Af þeim voru 167.800 starfandi en 13.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,9%, hlutfall starfandi 75,1% og atvinnuleysi var 7,2%.

Á árunum 1991 til 2009 hélst atvinnuþátttaka nokkuð stöðug á bilinu 80,7% til 83,6%. Hlutfall starfandi var mest meðal þeirra sem höfðu lokið háskólamenntun en minnst meðal þeirra sem hafa aðeins lokið grunnmenntun.  Meiri sveiflur voru hvað varðar atvinnuþátttöku, hlutfall starfandi og atvinnuleysi hjá aldurshópnum 16–24 ára en öðrum aldurshópum á tímabilinu.

Heildarvinnutími karla hefur dregist saman úr 51,3 klukkustunum árið 1991 í 43,8 klukkustundir árið 2009 en vinnutími kvenna hefur haldist tiltölulega stöðugur í kringum 35 klukkustundir. Hlutfall kvenna í fullu starfi hefur aukist frá 1991 úr 51,6% í 63,1% árið 2009 á meðan hlutfall karla var í kringum 90%.

Vinnumarkaður 1991–2009

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK