Pakistanski fjárfestirinn Alshair Fiyaz hefur keypt allan hlut Straums Burðaráss í fasteignum dönsku vöruhúsanna Magasin og Illum. Vöruhúsin eru því ekki lengur í eigu Íslendinga en Baugur Group, Straumur og B2B Holding keyptu 87% hlutafjár í Magasin fyrir 410 milljónir danskra króna árið 2004. Með í kaupunum fylgdu allar fasteignir Magasin.
Fasteignafélagið Landic Property seldi sex fasteignir félagsins í Danmörku í ágúst í fyrra til nýstofnaðs félags Solstra Holding sem var í jafnri eigu Straums-Burðaráss og Fiyaz sem nú hefur keypt hlut Straums í félaginu.
Debenhams keypti í nóvember rekstur Magasin Du Nord. Seljandi var Straumur, en bankinn eignaðist 75% í eignarhaldsfélaginu Magillum A/S við gjaldþrot Baugs í mars í fyrra. Straumur eignaðist síðan allt félagið þegar 25% hlutur B2B Holding var leystur til bankans.
Fjallað er um söluna á vef Berlingske Tidende í gær