Gengið of nærri grunnþjónustu

Sóley Tómasdóttir.
Sóley Tómasdóttir. Kristinn Ingvarsson

Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir niðurstöðu ársreiknings Reykjavíkurborgar árangur af niðurskurði þar sem gengið var allt of nærri grunnþjónustu gagnvart íbúum. Þá sé staða margra fyrirtækja sem sinna grunnþjónustu grafalvarleg.

Í tilkynningu til fjölmiðla nefnir Sóley að athyglisverðast sé að skoða stöðu B-hlutafyrirtækja borgarinnar, en þau sinna grunnþjónustu sem skiptir alla borgarbúa sköpum. Hún segir hæst bera þar Orkuveitu Reykjavíkur, Félagsbústaði, Strætó, Sorpu og Slökkviliðið – en staða þeirra sé grafalvarleg.

„Staða sveitarfélags sem hefur komið hita- og vatnsveitu, almenningssamgöngum, félagslega íbúðarkerfinu og slökkviliðinu í slík vandræði getur ekki verið góð. [...] Afskiptaleysisstefna frjálshyggjunnar, stefna meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið sú að aðhafast ekkert. Að halda því svo fram gagnvart almenningi að árangur hafi náðst og að hér sé um sigur að ræða fyrir borgina er ámátlegt af hálfu meirihlutans,“ segir Sóley.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK