Mikill órói er á evrópskum gjaldeyris- og verðbréfamörkuðum. Á Spáni hefur hlutabréfavísitalan, Ibex-35, lækkað um rúm 3% og svipað er uppi á teningnum í grísku kauphöllinni. Gengi evrunnar hefur ekki verið lægra í eitt ár en í morgun stóð hún í 1,3112 dölum.
Á Spáni hafa hlutabréf í stærstu bönkum landsins lækkað mjög, Santander og BBVA um rúm 4%.
Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 1,14%. Breska olíufélagið BP hefur lækkað mikið í verði en hlutabréf félagsins hafa fallið um 15% frá því sprengingin varð í olíuborpalli BP í Mexíkóflóa þann 22. apríl sl.
DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 0,86% og CAC í París um 1,55%.