Varpar skugga á viðunandi stöðu

Orkuveitan.
Orkuveitan. mbl.is/Árni Sæberg

Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, seg­ir skulda­stöðu Orku­veit­unn­ar og aðgerðarleysi í fjár­mál­um fyr­ir­tæk­is­ins varpa skugga á vel viðun­andi stöðu borg­ar­sjóðs. Skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins hafi fjór­fald­ast á rúm­um þrem­ur árum og eru 241 millj­arður króna.

„Svo langt er gengið að fjár­mála­skrif­stofa birt­ir skýrslu með þung­væg­um ábend­ing­um sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en harða gagn­rýni á af­neit­un og aðgerðarleysi borg­ar­stjóra og meiri­hlut­ans í mál­efn­um Orku­veitu Reykja­vík­ur. Fjár­mála­stjóri er þó næsti und­irmaður borg­ar­stjóra,“ seg­ir Dag­ur B. í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.

Dag­ur seg­ir einnig að Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­stjóri, hafi neitað að horf­ast í augu við stöðuna eða haft kjark til að greina borg­ar­bú­um frá því hvernig eigi að bregðast við. Og það þrátt fyr­ir að áhættumat vegna Orku­veit­unn­ar hafi legið fyr­ir frá 27. janú­ar sl.

Veru­leg hækk­un gjald­skrár fyr­ir­huguð

„Minni­hlut­inn í borg­ar­stjórn hef­ur lengi varað við fjár­hags­stöðu Orku­veit­unn­ar og kallað eft­ir áhættumati vegna stöðu Orku­veit­unn­ar og til­lög­um borg­ar­stjóra og meiri­hlut­ans til að ráða úr þeim vanda sem birst hef­ur í árs­hluta­upp­gjör­um fyr­ir­tæk­is­ins sl. ár. Engu er lík­ara en að það eigi vilj­andi að draga fram yfir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar að kynna borg­ar­bú­um stöðuna eins og hún er.“

Dag­ur seg­ir að í skýrslu fjár­mála­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar með árs­reikn­ingn­um sé þögn­in rof­in. Þar komi fram að fyr­ir­hugaðar séu veru­leg­ar hækk­an­ir á gjald­skrám Reyk­vík­inga,sem sé reikn­ing­ur vegna fjór­föld­un­ar á skuld­um Orku­veit­unn­ar á kjör­tíma­bil­inu.  „Hanna Birna hef­ur í marga mánuði frestað því að leggja fram svör við spurn­ing­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­ráði um það hvað ætla megi að þess­ar hækk­an­ir þurfi að vera mikl­ar, að henn­ar mati. Þau svör geta ekki beðið leng­ur.“

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Dag­ur B. Eggerts­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK