Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti sína í dag um 0,25 prósentur og eru þeir nú 2%. Er þetta þriðja vaxtahækkun bankans frá því í október í fyrra eða frá þeim tíma sem stjórnvöld í Noregi lýstu því yfir að landið hefði sloppið óskaddað frá fjármálakreppunni.
Var hækkunin í dag í takt við væntingar markaðarins en bankastjórn Seðlabanka Noregs hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætlaði að fara með vexti í eðlilegt horf en ekki er víst hvort bankinn muni herða peningastefnu sína frekar í ár. Skiptir þar máli hvert framhaldið verður á evru-svæðinu.