Erlendir kröfuhafar Byrs gengu fúlir af fundi

Byr varð til við samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar …
Byr varð til við samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar í ársbyrjun 2006. mbl.is/uðmundur Rúnar Guðmundsson

Fulltrúar þýsku bankanna Bayern Landesbank og Landesbank Baden-Württemberg gengu af fundi íslenska ríkisins með kröfuhöfum Sparisjóðsins Byrs sem haldinn var í London í mars síðastliðnum.

Fundurinn var haldinn til að kynna kröfuhöfum frekar hugmyndir fjármálaráðuneytisins um endurskipulagningu sjóðsins og afskriftir sem mismunandi hópar kröfuhafa þyrftu að taka á sig samkvæmt þeim hugmyndum.

Fulltrúum þýsku bankanna var það lítt að skapi, og töldu ótækt að taka á sig háar afskriftir ef stofnfjáreigendur ættu að halda eftir einhverju af sínu. Jafnframt strönduðu viðræðurnar á því að eigendur víkjandi skuldabréfa áttu að fá eitthvað í sinn hlut, en víkjandi skuldabréf eru vanalega afskrifuð að fullu við endurskipulagningu fjármálastofnana.

Sjá nánar um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK