Krónan styrkist í litlum viðskiptum

mbl.is/Júlíus

Gengi krón­unn­ar hef­ur haldið áfram að styrkj­ast og er geng­is­vísi­tal­an 223,18 stig. Er það lægsta gildi henn­ar frá því fyr­ir tæpu ári síðan, sam­kvæmt Morgun­korni Íslands­banka. Lít­il viðskipti hafa verið á milli­banka­markaði með gjald­eyri und­an­farna mánuði.

Krón­an hef­ur haldið áfram að styrkj­ast gagn­vart evru nú í morg­un og kost­ar evr­an nú 164,25 kr. á milli­banka­markaði með gjald­eyri. Hef­ur krón­an ekki verið jafn sterk gagn­vart evru síðan í byrj­un apríl í fyrra.

Grein­ing Íslands­banka tel­ur lík­leg­ast að styrk­ing krón­unn­ar eigi ræt­ur að rekja til auk­ins gjald­eyr­is­inn­flæðis vegna af­gangs af vöru og þjón­ustu­viðskipt­um og ólík­legt að inn­grip Seðlabanka skýri styrk­ing­una nú.

„Fram að styrk­ing­ar­hrinu und­an­far­inna daga hafði verið afar ró­legt á milli­banka­markaði með gjald­eyri síðustu mánuði. Sér í lagi voru viðskipti þar strjál í apr­íl­mánuði þegar heild­ar­velt­an nam ein­ung­is 512 m.kr. Til sam­an­b­urðar má nefna að á sama tíma í fyrra nam heild­ar­velt­an á milli­banka­markaði 4,1 ma.kr. og í raun hef­ur aldrei verið jafn ró­legt á milli­banka­markaði með gjald­eyri og ein­mitt í apríl síðastliðnum.

Nú hef­ur Seðlabank­inn haldið sig fjarri gjald­eyr­is­markaði allt frá árs­byrj­un og í raun gott bet­ur þar sem síðustu inn­grip bank­ans voru 6. nóv­em­ber síðastliðinn. Þó ber að hafa í huga að þrátt fyr­ir að velta á milli­banka­markaði sé afar lít­il geta gjald­eyrisviðskipti hjá hverj­um viðskipta­banka fyr­ir sig verið tals­verð. Ef þokka­legt jafn­vægi er í inn­flæði gjald­eyr­is og út­flæði hjá hverj­um banka fyr­ir sig hafa þeir þannig ekki þörf fyr­ir að leita á milli­banka­markað með kaup eða sölu gjald­eyr­is," seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK