Örvænting í kauphöllinni í New York

Frá kauphöllinni í New York í dag
Frá kauphöllinni í New York í dag Reuters

Óróleiki hefur ríkt undanfarna daga á hlutabréfamörkuðum vegna stöðu mála í Grikklandi. Örvænting greip um sig í kauphöllinni í New York í dag þegar Dow Jones vísitalan féll um tæp eitt þúsund stig á stuttum tíma. Fór vísitalan undir 10 þúsund stig og nam lækkunin 8,5%.

Fjárfestar virðast hafa fyllst algjörri örvæntingu og buðu allt til sölu en svo virðist sem markaðurinn hafi fljótt jafnað sig á ný og nemur lækkunin nú um 300 stigum eða um 2,5%. Kauphöllin lokar eftir rúma klukkustund. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK