Villandi auglýsingar GM harðlega gagnrýndar

Nýir og óseldir bílar frá GM.
Nýir og óseldir bílar frá GM. reuters

Nýjar auglýsingar bandaríska bílaframleiðandans General Motors hafa verið kærðar til samskiptaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna, sem sinnir m.a. eftirliti með því að ekki sé farið með rangt mál í auglýsingum.

Í auglýsingunum segir að GM hafi nú þegar greitt til baka það lán sem fyrirtækið fékk frá bandaríska ríkinu, með vöxtum og á undan áætlun.

Í fyrstu tók bandaríska fjármálaráðuneytið undir þessa fullyrðingu GM og sagði í yfirlýsingu að lánið hefði verið endurgreitt að fullu, en nú kveður við annan tón frá ráðuneytinu, sem segist aldrei hafa fullyrt að lánið hefði að fullu verið greitt.

Komið hefur í ljós að GM greiddi hluta ríkislánsins með öðrum hluta lánsins.

Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK