Nýjar auglýsingar bandaríska bílaframleiðandans General Motors hafa verið kærðar til samskiptaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna, sem sinnir m.a. eftirliti með því að ekki sé farið með rangt mál í auglýsingum.
Í auglýsingunum segir að GM hafi nú þegar greitt til baka það lán sem fyrirtækið fékk frá bandaríska ríkinu, með vöxtum og á undan áætlun.
Í fyrstu tók bandaríska fjármálaráðuneytið undir þessa fullyrðingu GM og sagði í yfirlýsingu að lánið hefði verið endurgreitt að fullu, en nú kveður við annan tón frá ráðuneytinu, sem segist aldrei hafa fullyrt að lánið hefði að fullu verið greitt.
Komið hefur í ljós að GM greiddi hluta ríkislánsins með öðrum hluta lánsins.
Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.