Alls urðu til 290 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í apríl og þykir það benda til að efnahagur landsins sé að rétta úr kútnum. Þrátt fyrir ný störf mælist atvinnuleysi 9,9% í þessu stærsta hagkerfi heims. Barack Obama Bandaríkjaforseti fagnaði fjölgun starfa á blaðamannafundi í dag en ítrekaði þörfina á að þeir sem eru atvinnulausir fái vinnu.