Tal auglýst til sölu

Tal
Tal mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Allt hluta­fé í fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Tali (IP fjar­skipt­um ehf.) verður selt í opnu útboðsferli sem hefst með birt­ingu aug­lýs­ing­ar um miðjan maí. Teymi, móður­fé­lags Tals, er í eigu Nýja Lands­bank­ans (NBI) og er bank­inn skuld­bund­inn til að selja eign­ar­hlut sinn í Tali vegna úr­sk­urðar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Öllum fjár­fest­um sem upp­fylla laga­skil­yrði um fag­fjár­festa stend­ur til boða að bjóða í hluta­féð,  öðrum en þeim sem hafa markaðsráðandi stöðu á fjar­skipta­markaði.

Áhersla verður lögð á að sölu­ferlið verði opið, gagn­sætt og auðskilið, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. Verðbréfa­fyr­ir­tækið Tind­ar verðbréf mun ann­ast söl­una.

NBI fer með 82 pró­senta eign­ar­hlut í Tali eft­ir að hafa tekið yfir fé­lagið Fjalla­sk­arð (áður Capital Plaza ehf.) sem var í eigu Jó­hanns Óla Guðmunds­son­ar, en það fé­lag fór með tæp­lega 32 pró­senta hlut í Tali. Þá á bank­inn meiri­hluta í Teymi sem á 51 pró­sents hlut í Tali.

Teymi skuld­batt sig til þess að selja 51 pró­sents eign­ar­hlut sinn í Tali með sátt sem það gerði við Sam­keppnis­eft­ir­litið í júlí á þessu ári vegna sam­keppn­is­brota sem fyr­ir­tækið varð upp­víst að sem meiri­hluta­eig­andi í Tali. Sölu­tilraun­ir áttu að hefjast „sem fyrst“. Þær hafa þó ekki haf­ist, en Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að áhugi sé á Tali meðal fjár­sterkra fjár­festa sem telja fyr­ir­tækið eiga mikla mögu­leika.

Tal er þriðja stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tækið á Íslandi og varð til við samruna Hive og Sko árið 2008.

Gert er ráð fyr­ir að sölu­ferlið, sem verður kynnt nán­ar með aug­lýs­ingu síðar, hefj­ist um miðjan maí og að því ljúki fyr­ir lok júní.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK