Vill rannsókn á falli Kaupþings í Bretlandi

BOB STRONG

Tony Shearer, fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, sem Kaupþing tók yfir árið 2005, sakar breska fjármálaeftirlitið (FSA) um að hafa ekki aðhafst nóg í rannsókn á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Áformar hann málsókn á hendur FSA. Breska blaðið Telegraph greinir frá þessu í dag.

Shearer heldur því fram að FSA hefði getað komið í veg fall Kaupþings, sem kostað hafi breska skattgreiðendur 8 milljarða punda og tæmt vasa hundruða breskra sparifjáreigenda.

Shearer segist ítrekað hafa varað breska fjármálaeftirlitið við nýjum eigendur Singer & Friedlander, er Kaupþing keypti fjármálafyrirtækið fyrir fimm árum. Þótti honum Kaupþingsmenn óheppilegir eigendur og íslenska regluverkið ekki nógu traust. Er í frétt Telegraph rifjað upp í þessu sambandi að Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri Kaupþings, hafi verið handtekinn í vikunni fyrir meinta markaðsmisnotkun og skjalafals og verið færður í gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara.

Hefur Tony Sherar sent bréf til Gordon Brown forsætisráðherra, Myners bankamálaráðherra og Adair Turner, stjórnarformanns FSA, þar sem hann fer fram á rannsókn á því af hverju fjármálaeftirlitið hundsaði viðvaranir hans um eigendur Kaupþings.

Í frétt Telegraph kemur fram að FSA hafi þvegið hendur sínar af ábyrgð á starfsemi Kaupþings í Bretlandi fyrir bankahrunið. Ekki hafi verið hægt að aðhafast þar sem íslenska fjármálaeftirlitið hafi átt að fylgjast með Kaupþingi Singer & Friedlander.

Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander.
Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK