Hrein eign lífeyrissjóða í lok mars sl. var 1.846 milljarðar króna og hækkaði um 44 milljarða í mánuðinum, samkvæmt yfirliti sem Seðlabanki Íslands birti í dag. Breytingin skýrist að hluta til vegna hækkunar erlendra hlutabréfamarkaða í mars síðastliðnum. Sé miðað við mars 2009 hefur hrein eign hækkað um 232 milljarða króna.
Vert er að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt ársuppgjör allra sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum, að því er segir á vef Seðlabankans.