Miklar hækkanir á mörkuðum

Hlutabréfavísitölur eru á uppleið víða um heim
Hlutabréfavísitölur eru á uppleið víða um heim Reuters

Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað mikið í morgun eftir að tilkynnt var um stofnun neyðarsjóðs til bjargar illa stöddum evru-ríkjum. Í París hefur CAC vísitalan hækkað um 7,93%, DAX í Frankfurt hefur hækkað um 4,31% og FTSE í Lundúnum um 4,45%.

Seðlabanki Evrópu kynnti í dag áætlun um að kaupa opinberar skuldir evruríkja en það er hluti þeirrar áætlunar sem leiðtogar og fjármálaráðherrar aðildarríkja Myntbandalags Evrópu samþykktu um helgina.

Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 2,64%, Nikkei í Japan hækkaði um 1,6% og í Shanghai hækkuðu hlutabréf einnig í dag.

Í minnisblaði sérfræðings hjá Royal Bank of Scotland kemur fram að björgunarpakkinn sé sá stærsti í sögunni til þess að styðja við bakið á Evrópu. Þetta sé jafnvel meiri stuðningur heldur en fólst í Marshall áætluninni eftir stríð ef tekið er tillit til verðbólgu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK