Olíuverð lækkar vegna styrkingar dalsins

Hráolíuviðskipti fara fram í Bandaríkjadölum
Hráolíuviðskipti fara fram í Bandaríkjadölum Reuters

Verð á hráolíu lækkaði í dag vegna styrkingu Bandaríkjadals en olíuviðskipti fara fram í Bandaríkjadölum. Í New York voru viðskipti með hráolíu til afhendingar í júní á genginu 74,65 dalir tunnan sem er einum dal lægra verð heldur en í gær. 

Í London var Brent Norðursjávarolía seld á 80,52 dali tunnan sem er verðlækkun upp á 68 sent. Evran lækkaði mikið gagnvart Bandaríkjadal þar sem fjárfestar leita skjóls í Bandaríkjadal sem hann þykir traustari mynt heldur en evran vegna skuldastöðu evru-ríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK