Skattar hækka en tekjur minnka

Vörugjaldshækkun á bensíni skilaði ríkissjóði tekjuauka upp á 400 milljónir …
Vörugjaldshækkun á bensíni skilaði ríkissjóði tekjuauka upp á 400 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Tekjur ríkisins drógust saman á fyrstu þremur mánuðum ársins 2010 miðað við sama tímabil síðasta árs. Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu tæplega 111 milljörðum króna, sem er lækkun um ríflega 11 milljarða króna.

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 10,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum um greiðsluafkomu ríkissjóðs, sem birtar voru á miðnætti í gær á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.

Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að tekjuöflun ríkisins hafi verið heldur lakari en stefnt var að. Samkvæmt áætlun stjórnvalda áttu 115 milljarðar króna að skila sér í ríkiskassann á fyrsta fjórðungi ársins. Frávikið er því neikvætt um sem nemur 3,5% af áætlun.

Ýmsir skattar voru hækkaðir ríflega í upphafi þessa árs. Til að mynda var þrískipt þrepaskattkerfi tekið upp við heimtu á tekjuskatti einstaklinga. Tekjur ríkisins af tekjuskatti einstaklinga hækkuðu lítillega milli ára, eða um ríflega 3%. Skatttekjur frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum minnkuðu um fjórðung.

Sjá nánar um tekjur og fjármál ríkisins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka