Skuldatryggingarálag lækkar enn

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Íslands heldur áfram að lækka og var í gær komið niður í 2,53%, sem er 0,9 prósentum lægra en það var í lok síðustu viku.

Fram kemur í fréttum Greiningar Íslandsbanka, að frá því í febrúarbyrjun, þegar álagið var 6,75%, hafi það lækkað um 4,22 prósentur. 

Íslandsbanki segist telja sennilegt að þessi lækkun á skuldatryggingarálagi ríkissjóðs nú komi í kjölfar minnkandi áhættufælni á mörkuðum og skýrist þar með ekki af framvindu efnahagsmála hér á landi. Álagið á gríska ríkið hefur þannig lækkað úr 9,39% í 5,26% frá því í lok síðustu viku og það sama hefur gerst með álag á fleiri ríki, sem lent hafa í erfiðleikum vegna opinberra skulda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK