Frakkar hótuðu að yfirgefa evru

Sarkozy hótaði að Frakkar drægju sig úr evrusamstarfinu, tækju Þjóðverjar …
Sarkozy hótaði að Frakkar drægju sig úr evrusamstarfinu, tækju Þjóðverjar ekki þátt í björgunarpakkanum fyrir skuldsett evruríki. reuters

Spænska blaðið El Pais sagði í gær frá því að Frakklandsforseti, Nicolas Sarkozy, hefði hótað að draga landið úr evrusamstarfinu, ef Þjóðverjar neituðu að taka þátt í björgunarpakka Evrópusambandsins.

El Pais hefur þetta eftir nánum samverkamönnum spænska forsætisráðherrans, José Luis Rodríguez Zapatero.

Leiðtogar Evrópusambandsins settu um síðustu helgi saman gríðarstóran björgunarpakka fyrir hinar skuldugri þjóðir evrusvæðisins. Áhyggjur af opinberum fjármálum, hallarekstri og skuldasöfnun þeirra ríkja hafa skekið fjármálamarkaði að undanförnu. Að því er fram kemur í frétt spænska blaðsins „barði Sarkozy í borðið og hótaði að hætta í evrunni“, þannig að Angela Merkel þurfti að gefa eftir og samþykkja aðgerðina.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK