Stein Bagger segist vera siðblindur

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Stein Bag­ger, sem á síðasta ári var dæmd­ur í 7 ára fang­elsi fyr­ir stór­felld fjár­svik, seg­ist í viðtali við danska rík­is­út­varpið vera siðblind­ur lyg­ari. „Þegar maður hef­ur logið svo miklu þá verður einskon­ar umbreyt­ing," er haft eft­ir Bag­ger.

Danska sjón­varpið DR1 ætl­ar á morg­un að sýna þátt sem nefn­ist:  Stein Bag­ger -Er hægt að treysta lyg­ara? Bag­ger stýrði fyr­ir­tæk­inu IT Factory, sem talið var í fremstu röð upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tækja í Dan­mörku en reynd­ist byggt á fjár­svik­um for­stjór­ans.   

Á síðasta ári játaði Bag­ger að hafa svikið 862 millj­ón­ir danskra króna, jafn­v­irði 19 millj­arða ís­lenskra króna, út úr fyr­ir­tæk­inu. 

Bag­ger seg­ist í sjón­varpsþætt­in­um hafa leiðst út á þessa braut vegna þess að hann þráði viður­kenn­ingu. Hann vildi einkum sanna sig fyr­ir Asger Jens­by, stjórn­ar­for­manni IT Factory sem var virt­ur maður í dönsku viðskipta­lífi. Síðan hafi svikið undið upp á sig og loks átti Bag­ger erfitt með að greina á milli raun­veru­leik­ans og þess ímyndaða heims, sem hann hafði búið til.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK