Íslendingur stýrir Domino's í Þýskalandi

Bandaríska pítsukeðjan Domino's er að hefja starfsemi í Þýskalandi og hefur Birgir Þór Bieltvedt, sem áður kom að rekstri Domino's á Íslandi og í Danmörku, verið ráðinn til að stýra starfseminni.

Domino's er ein stærsta pítsukeðja heims og eru yfir 9000 veitingastaðir reknir undir því nafni íyfir 60 löndum. Fram kemur í frétt Deutsche Welle, að til standi að opna fyrsta staðinn í Þýskalandi í Berlín og síðan um allt landið. 

Domino's hefur áður reynt fyrir sér á þýska markaðnum og voru nokkrir staðir opnaðir undir því nafni en þeim var öllum lokað fyrir rúmum áratug.

Birgir Þór Bieltvedt tók m.a. þátt í kaupum Íslendinga á dönsku verslunarkeðjunum Magasin og Illum í Danmörku á sínum tíma.

Frétt Deutsche Welle

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK