Lækkar skuldabréf um 19,4 milljarða

Frá ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í fyrra.
Frá ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í fyrra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna lækkaði verðmæti skulda­bréfa í eigu sjóðsins á ár­inu 2009 um 16,5 millj­arða króna. Þar af voru 8,5 millj­arðar vegna skulda­bréfa banka og spari­sjóða, 7,4 millj­arðar vegna skulda­bréfa fyr­ir­tækja og 0,6 millj­arðar vegna veðskulda­bréfa. Lækk­un verðmæt­is skulda­bréfa er 19,4 millj­arðar á tveim­ur árum.


Í árs­skýrslu sjóðsins kem­ur fram að sjóður­inn lækkaði bók­fært verðmæti skulda­bréfa árið 2008 um 9,9 millj­arða. Sam­tals hef­ur því sjóður­inn fært í varúðarfærslu 19,4 millj­arða á þess­um tveim­ur árum. Sjóður­inn af­skrifaði end­an­lega sem tapað fé 7 millj­arða í fyrra.

Ekki kem­ur fram í árs­skýrsl­unni skulda­bréf hvaða fyr­ir­tækja voru lækkuð og hversu mikið.

Eft­ir að sjóður­inn lauk við árs­upp­gjör vegna árs­ins 2009 hafa Byr spari­sjóður og Spari­sjóður Kefla­vík­ur lagt inn starfs­leyfi sín. Sam­an­lögð skulda­bréfa­eign sjóðsins í þess­um spari­sjóðum að teknu til­liti til varúðarfærslna nam 262 m.kr. í árs­lok. Áætluð áhrif þess á líf­eyr­is­sjóðinn er því óveru­leg.

Árs­fund­ur sjóðsins verður hald­inn á morg­un, mánu­dag­inn 17. maín nk. kl. 18:15 á Grand Hót­el. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka