Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf., hefur sagt sig úr stjórn félagsins. Varaformaður stjórnar, Eva Bryndís Helgadóttir, gegnir störfum formanns hér eftir. Varamaður í stjórn, Júlíus Þorfinnsson, tekur sæti í aðalstjórn.
Jón, sem er framkvæmdastjóri Stoða, áður FL-Group, er meðal þeirra sem slitastjórn Glitnis höfðaði mál gegn í New York fyrir helgi.
Málaferlin í New York eru höfðuð gegn Jóni Ásgeiri, áður helsta hluthafa
bankans, Lárusi Welding, áður forstjóra Glitnis, Þorsteini Jónssyni,
áður stjórnarformanni, Jóni Sigurðssyni, áður stjórnarmanni Glitnis og
aðstoðarforstjóra FL Group, Pálma Haraldssyni, áður hluthafa í Glitni,
Hannesi Smárasyni, áður forstjóra FL Group, Ingibjörgu Pálmadóttur,
eiginkonu Jóns Ásgeirs, og PricewaterhousCoopers, áður endurskoðanda
Glitnis.