Verð á hráolíu hefur lækkað í nótt og í morgun í rafrænum viðskiptum á mörkuðum í Asíu. Fór það lægst í 69,82 dali tunnan á NYMEX markaðnum í New York og má rekja lækkun á olíuverði til lækkunar evru gagnvart Bandaríkjadal en öll olíuviðskipti fara fram í Bandaríkjadölum.
Verð á hráolíu til afhendingar í júní hækkaði lítillega þegar líða tók á morguninn og er nú 70,05 dalir tunnan sem er 1,56 dala lækkun frá því á föstudagskvöldið.
Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí lækkaði um 1,38 dali og er 76,55 dalir tunnan.