Hráolía hækkar í verði á ný

Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum
Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum AP

Hráolíuverð hefur hækkað aftur í dag eftir mikla lækkun í gær. Skýrist það af auknum áhuga fjárfesta þar sem hráolíuverð hafði ekki verið jafn lágt og í gær í sjö mánuði.

Á NYMEX markaðnum í New York hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í júní um 57 sent og er 70,65 dalir tunnan. Það fór lægst í 69,27 dali tunnan um tíma í gær.

Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí um 72 sent og er 75,82 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK