Hráolíuverð ekki lægra í sjö mánuði

Eldsneytisverð hlýtur að lækka á næstunni þar sem tunnan af …
Eldsneytisverð hlýtur að lækka á næstunni þar sem tunnan af hráolíu hefur lækkað um 17 dali í maí Reuters

Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í sjö mánuði eða síðan í október á síðasta ári á NYMEX markaðnum í New York, helsta olíumarkaði heims. Lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í júní um 67 sent og er 69,41 dalur tunnan. Er lækkunin einkum rakin til ótta fjárfesta við skuldavanda Grikklands og fjárlagahalla í evru-ríkjum.

Miklar sveiflur voru á olíuverðinu í dag og fór það lægst í 68,91 dal tunnan í New York. Hefur hráolía lækkað í verði síðustu sex viðskiptadaga og hefur tunnan lækkað um 17 dali það sem af er mánuði.

Í Lundúnum lækkaði Brent Norðursjávarolía til afhendingar í júlí um 67 sent og er 74,43 dalir tunnan.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK