Hráolíuverð ekki lægra í sjö mánuði

Eldsneytisverð hlýtur að lækka á næstunni þar sem tunnan af …
Eldsneytisverð hlýtur að lækka á næstunni þar sem tunnan af hráolíu hefur lækkað um 17 dali í maí Reuters

Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í sjö mánuði eða síðan í október á síðasta ári á NYMEX markaðnum í New York, helsta olíumarkaði heims. Lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í júní um 67 sent og er 69,41 dalur tunnan. Er lækkunin einkum rakin til ótta fjárfesta við skuldavanda Grikklands og fjárlagahalla í evru-ríkjum.

Miklar sveiflur voru á olíuverðinu í dag og fór það lægst í 68,91 dal tunnan í New York. Hefur hráolía lækkað í verði síðustu sex viðskiptadaga og hefur tunnan lækkað um 17 dali það sem af er mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK