Langmest verðbólga á Íslandi

Ísland sker sig úr í Evrópu þegar horft er til …
Ísland sker sig úr í Evrópu þegar horft er til verðlags Reuters

Ísland sker sig úr varðandi verðbólgu samkvæmt nýbirtum tölum um samræmda vísitölu neysluverðs í ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt henni er verðbólgan á Íslandi 11,1% mæld á tólf mánaða tímabili í apríl. Ungverjaland er næst í röðinni með 5,7% verðbólgu samkvæmt mælingum á samræmdri vísitölu neysluverðs.

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að samræmd neysluverðsvísitala, sem reiknuð er fyrir öll EES-ríkin, er svipuð og íslenska neysluverðsvísitalan. Umfangið er þó frábrugðið að tvennu leyti aðallega; útgjöld erlendra ferðamanna á Íslandi eru tekin með í grunn samræmdu EES-vísitölunnar en eru ekki í grunni neysluverðsvísitölunnar og útgjöld vegna eigin húsnæðis, sem eru í neysluverðsvísitölunni, eru ekki talin með í grunni samræmdu EES-vísitölunnar enn sem komið er.

Verðhjöðnun mælist 2,8% í Lettlandi og 2,5% á Írlandi. Að meðaltali er verðbólgan 1,5% í ríkjum Myntbandalags Evrópu og 2% í ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Evrópu, Eurostat, sem birtar voru í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK