Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti í dag til þess að gripið verði til samræmdra aðgerða Evrópuríkja gegn spákaupmennsku. Þýskaland ákvað í gærkvöldi að banna einhliða svonefnda nakta skortsölu á ríkisskuldabréfum evruríkja og hlutabréfum 10 fjármálastofnana.