Styttist í þriðju endurskoðun AGS

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gjaldeyrishöftin breytast ekki við þetta samkomulag í Lúxemborg. En nú er ekkert að vanbúnaði að fá þriðju endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og efast Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ekki um að þá verði hægt að byrja að aflétta gjaldeyrishöftunum. Samkomulag er um að þeim verði aflétt í áföngum en það verður metið miðað við aðstæður á hverjum tíma.

Þetta kom fram á blaðamannafundi með Má Guðmundssyni vegna samkomulags Seðlabanka Íslands við Seðlabankann í Lúxemborg og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008.

Samkomulagið er á milli opinberra aðila og því var hægt að ná svo hagkvæmu samkomulagi segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Eignir Avens verða settar í félag í eigu Seðlabankans, Eignasafni ehf. Í því eru fleiri eignir, til að mynda íbúðalánabréf ofl. Að sögn Más er það seinni tíma mál að ákveða hvað verður gert við eignir félagsins. Ekkert hefur verið rætt við einn eða neinn varðandi viðskipti með þessar eignir. Hvorki lífeyrissjóði eða aðra. Ef það verður gert þá verður um opið gagnsætt ferli að ræða.

Már segir samkomulagið ekki hafa áhrif á stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans en því sé ekki að leyna að bankinn hefur ekki talið að hægt væri að lækka vexti meira en gert hefur verið meðal annars vegna óafgreiddra mála líkt og þess sem nú var gengið frá. Már segir að vonandi verði hægt að lækka vexti bankans meira en gert hefur verið líkt og  þörf er á fyrir innlendan markað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK