Tveir vildu lækka vexti meira

Peningastefnunefnd Seðlabankans á fundi.
Peningastefnunefnd Seðlabankans á fundi. mbl.is/Kristinn

Tveir af fimm sem sitja í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans, vildu lækka stýri­vexti bank­ans meira þegar tek­in var ákvörðun um það í byrj­un maí að lækka vext­ina um 0,5 pró­sent­ur.

Fram kem­ur í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar, sem birt var í dag, að  ann­ar nefnd­armaður­inn, sem vildi taka stærri skref, lagði til 0,75 pró­sentna vaxta­lækk­un en hinn vildi lækka vexti um 1 pró­sentu.

Sá fyrr­nefndi vísaði meðal ann­ars í já­kvæðari horf­ur eft­ir að ann­arri end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar ís­lenskra stjórn­valda og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins lauk, þar sem fjár­mögn­un í tengsl­um við end­ur­skoðun­ina væri tryggð, þótt markaðirn­ir hefðu ekki metið hana að fullu.

Hinn vísaði m.a. til þess að þjóðarbú­skap­ur­inn sem og end­ur­skipu­lagn­ing inn­lendra efna­hags­reikn­inga kölluðu á meiri vaxta­lækk­un. Báðir nefnd­ar­menn­irn­ir lýstu því þó yfir, að þeir gætu fall­ist á til­lögu seðlabanka­stjóra um að lækka vext­ina um 0,5 pró­sent­ur í ljósi þess hve mun­ur­inn væri lít­ill. 

Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að héld­ist gengi krón­unn­ar stöðugt eða styrkt­ist og verðbólga hjaðnaði eins og spáð sé ættu for­send­ur fyr­ir því að draga smám sam­an úr pen­inga­legu aðhaldi að vera áfram til staðar.

Fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK