Ekki er hætta á að evrusvæðið leysist upp en það er hætta á að virkni þess verði ekki nægilega góð, sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í kvöld við frönsku sjónvarpsstöðina France 2.
Hann bætti hins vegar við, að mikilvægt væri að fyllast ekki vonleysi og ekki væri nóg að setja aðeins fram lausnir á blaðamannafundum.
„Það er nauðsynlegt að taka ákvarðanir og taka þær tímanlega," sagði Strauss-Kahn.
Hann talaði einnig um að grafið hefði undan trausti á stjórnmálamönnum. „Allur heimurinn fylgist með þessu... og er að missa traustið á Evrópu," sagði Dominique Strauss-Kahn.