Engin hætta á að evrusvæðið leysist upp

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters

Ekki er hætta á að evru­svæðið leys­ist upp en það er hætta á að virkni þess verði ekki nægi­lega góð,  sagði Dom­in­ique Strauss-Kahn, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, í kvöld við frönsku sjón­varps­stöðina France 2.

Hann bætti hins veg­ar við, að mik­il­vægt væri að fyll­ast ekki von­leysi og ekki væri nóg að setja aðeins fram lausn­ir á blaðamanna­fund­um.

„Það er nauðsyn­legt að taka ákv­arðanir og taka þær tím­an­lega," sagði Strauss-Kahn.  

Hann talaði einnig um að grafið hefði und­an trausti á stjórn­mála­mönn­um. „All­ur heim­ur­inn fylg­ist með þessu... og er að missa traustið á Evr­ópu," sagði Dom­in­ique Strauss-Kahn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK