Olían hrapar í verði

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði mikið í dag.
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði mikið í dag. Reuters

Verð á hráolíu endaði í 68 bandaríkjadölum tunnan við lok markaða í dag og hefur verðið ekki verið jafn lágt á árinu. Nam lækkunin alls 8,1%. Á sama tíma lækkaði Dow Jones-vísitalan um 376.36 punkta, eða um 3,6%. Það er mesta dagslækkunin frá því 5. mars 2009.

Til samanburðar hefur olíuverðið verið á bilinu 44,45-83,25 dalir tunnan síðustu 12 mánuði.

Almennt má segja að dagurinn hafi verið slæmur á hlutabréfamörkuðum en Standard & Poor’s 500-vísitalan lækkaði einnig, um 3,9%.

Haldist olíuverð á þessu bili mun það leiða til verðlækkanna hér innanlands og þar með þrýsta verðbólgunni niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK