Tækifæri til að læra af fortíðinni aldrei betri

Hóp­ur starfs­manna Ari­on banka hef­ur farið gegn­um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is. Guðrún Johnsen, vara­formaður stjórn­ar bank­ans, sagði á aðal­fundi hans í dag að aðstaða og tæki­færi fólks í fjár­mála­geir­an­um til að læra af fortíðinni hafi sjald­an verið betri, m.a. vegna rann­sókn­ar­skýrsl­unn­ar.

Guðrún sagði, að í þeirri vinnu sem framund­an sé þurfi að gæta þess að fara ekki úr ein­um öfg­un­um í aðrar og ekki megi held­ur henda fyr­ir róða dýr­mætri þekk­ingu og reynslu sem sé til staðar.

Hún sagði, að stjórn bank­ans leggi mikla áherslu á að styrkja innra eft­ir­lit bank­ans og auka sam­starf við eft­ir­lits­stofn­an­ir. Inn­an bank­ans hafi orðið mik­il breyt­ing á reglu­verki og starfs­hátt­um og beðið er eft­ir nýj­um lag­aramma sem Alþingi er nú að móta um starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja. Stöður innri end­ur­skoðanda, reglu­v­arðar og áhættu­stýr­ing­ar hafi verið efld­ar og sam­starf þeirra aukið til muna.

Þá hef­ur verið ákveðið að starfs­menn bank­ans taki þátt í fræðslufundaröð í sam­starfi við Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands. Einnig hef­ur starfs­hóp­ur um siðferði verið skipaður í bank­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK