Tækifæri til að læra af fortíðinni aldrei betri

Hópur starfsmanna Arion banka hefur farið gegnum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Guðrún Johnsen, varaformaður stjórnar bankans, sagði á aðalfundi hans í dag að aðstaða og tækifæri fólks í fjármálageiranum til að læra af fortíðinni hafi sjaldan verið betri, m.a. vegna rannsóknarskýrslunnar.

Guðrún sagði, að í þeirri vinnu sem framundan sé þurfi að gæta þess að fara ekki úr einum öfgunum í aðrar og ekki megi heldur henda fyrir róða dýrmætri þekkingu og reynslu sem sé til staðar.

Hún sagði, að stjórn bankans leggi mikla áherslu á að styrkja innra eftirlit bankans og auka samstarf við eftirlitsstofnanir. Innan bankans hafi orðið mikil breyting á regluverki og starfsháttum og beðið er eftir nýjum lagaramma sem Alþingi er nú að móta um starfsemi fjármálafyrirtækja. Stöður innri endurskoðanda, regluvarðar og áhættustýringar hafi verið efldar og samstarf þeirra aukið til muna.

Þá hefur verið ákveðið að starfsmenn bankans taki þátt í fræðslufundaröð í samstarfi við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Einnig hefur starfshópur um siðferði verið skipaður í bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK