Vill skatt á fjármálamarkaði

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, flytur ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu í …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, flytur ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu í Berlín um fjármálamarkaði heimsins í morgun. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kvaðst í dag ætla að beita sér fyrir því að skattur yrði lagður á fjármálamarkaði heimsins og skoraði á önnur ríki að styðja skattlagninguna. Hún hvatti einnig til þess að reglur um fjármálamarkaðina yrðu hertar.

Merkel sagði þetta á alþjóðlegri ráðstefnu í Berlín um fjármálamarkaði heimsins. Hún kvaðst ætla að beita sér fyrir skattinum og hertu eftirliti með fjármálamörkuðunum á leiðtogafundi 20 helstu iðnríkja heims í Kanada í júní.

Merkel sagði í ræðu á þýska þinginu í gær að hún vildi að aðildarríkjum Evrópusambandsins, sem söfnuðu miklum skuldum, yrði refsað ef þau gerðu ekki ráðstafanir til að minnka fjárlagahalla og draga úr skuldasöfnuninni. Merkel varði þá ákvörðun sína að taka þátt í aðstoð ESB við Grikkland og sagði að evran væri í hættu og sambandið stæði frammi fyrir mestu eldraun sinni í áratugi.

Efnahagsráðherra Frakklands, Christine Lagarde, sagði hins vegar að evran væri ekki í hættu. „Evran er sterkur og trúverðugur gjaldmiðill. Ég tel alls ekki að evran sé í hættu,“ sagði Lagarde í útvarpsviðtali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK