Hráolíuverð lækkar enn

Reuters

Verð á hráolíu lækkaði enn í dag en vikan hefur einkennst af miklum verðlækkunum á olíumörkuðum bæði í New York og Lundúnum. Á NYMEX-markaðnum í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í júlí um 76 sent og er 70,04 dalir tunnan. Síðustu viðskipti með olíu til afhendingar í júní voru í gær og voru þau á 68,01 dal tunnan.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 16 sent og er 71,68 dalir tunnan.

Í gær fór tunnan af hráolíu lægst í 64,24 dali og hefur ekki verið lægra síðan 30. júlí 2009. Í Lundúnum fór Brent olían lægst í 70,30 dali tunnan og er það lægsta verð sem hefur fengist fyrir hana síðan í byrjun febrúar.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka