Hráolíuverð lækkar enn

Reuters

Verð á hrá­ol­íu lækkaði enn í dag en vik­an hef­ur ein­kennst af mikl­um verðlækk­un­um á ol­íu­mörkuðum bæði í New York og Lund­ún­um. Á NY­MEX-markaðnum í New York lækkaði verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í júlí um 76 sent og er 70,04 dal­ir tunn­an. Síðustu viðskipti með olíu til af­hend­ing­ar í júní voru í gær og voru þau á 68,01 dal tunn­an.

Í Lund­ún­um lækkaði verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu um 16 sent og er 71,68 dal­ir tunn­an.

Í gær fór tunn­an af hrá­ol­íu lægst í 64,24 dali og hef­ur ekki verið lægra síðan 30. júlí 2009. Í Lund­ún­um fór Brent olí­an lægst í 70,30 dali tunn­an og er það lægsta verð sem hef­ur feng­ist fyr­ir hana síðan í byrj­un fe­brú­ar.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK