Hertar reglur um fjármálamarkaði samþykktar

00:00
00:00

Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings hef­ur samþykkt frum­varp til laga um mestu breyt­ing­ar á regl­um um fjár­mála­markaði frá heimskrepp­unni á fjórða ára­tug ald­ar­inn­ar sem leið.

Öld­unga­deild­in samþykkti frum­varpið í nótt með 59 at­kvæðum gegn 39. Nú þarf að sam­eina það frum­varpi full­trúa­deild­ar­inn­ar um sama mál.

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, sagði að Banda­ríkja­menn myndu aldrei aft­ur borga fyr­ir „mis­tök fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna“ og bætti við að þau hefðu reynt án ár­ang­urs að koma í veg fyr­ir að laga­frum­varpið yrði samþykkt.

Með frum­varp­inu verða til nýj­ar leiðir til að fylgj­ast með hættu­merkj­um á fjár­mála­mörkuðum og það auðveld­ar yf­ir­völd­um að gera upp stór fyr­ir­tæki sem stefna í þrot. Gert er ráð fyr­ir nýrri eft­ir­lits­stofn­un og reynt verður að koma á um­bót­um á af­leiðuviðskipt­um. Lagðar verða höml­ur á stóra banka og lán­tak­end­um verður gert að sanna að þeir geti end­ur­greitt lán­in. 

Barack Obama býr sig undir að blaðamannafund um samþykkt öldungadeildarinnar.
Barack Obama býr sig und­ir að blaðamanna­fund um samþykkt öld­unga­deild­ar­inn­ar. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK