Fjármálaráðherrar Evrópu ætla að sameinast í því að komast að samkomulagi um hvernig taka eigi á efnahagskreppum í framtíðinni. Að sögn Herman Van Rompuy, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru fjármálaráðherrarnir 27 sammála um þörf á samstarfi á þessu sviði.
Fjármálaráðherrarnir eru sammála um þörfina fyrir því að beita evru-ríki refsiaðgerðum sem ekki fara eftir hertum reglum um halla á ríkissjóði Er jafnvel talað um fjársektir, segir Van Rompuy.Hann segir að það hafi bæði glatt hann og komið honum á óvart hve jákvæðir allir voru um að gefa ekki eftir í því að tryggja stöðugleika og vöxt á svæðinu.