52 fasteignir á 1.360 milljónir

mbl.is/ÞÖK

Alls var 52 kaup­samn­ing­um um fast­eign­ir þing­lýst á höfuðborg­ar­svæðinu 14. maí til og með 20. maí 2010 var 52. Þar af voru 38 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 10 samn­ing­ar um sér­býli og 4 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 1.360 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 26,2 millj­ón­ir króna.

Á sama tíma var 5 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Suður­nesj­um. Þar af voru 2 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 2 samn­ing­ar um sér­býli og 1 samn­ing­ur um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 237 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 47,4 millj­ón­ir króna.

Á sama tíma var 12 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Ak­ur­eyri. Þar af voru 8 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli og 4 samn­ing­ar um sér­býli. Heild­ar­velt­an var 225 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 18,7 millj­ón­ir króna, sam­kvæmt vef Fast­eigna­skrár Íslands.

Á sama tíma var 2 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Árborg­ar­svæðinu. Þar af var 1 samn­ing­ur um sér­býli og 1 samn­ing­ur um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 39 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 19,3 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK