Spænskur sparisjóður tekinn yfir

Seðlabanki Spánar hefur tekið yfir lítinn sparisjóð
Seðlabanki Spánar hefur tekið yfir lítinn sparisjóð Reuters

Seðlabanki Spánar hefur tekið yfir starfsemi sparisjóðs vegna fjárhagserfiðleika sparisjóðsins. Hefur yfirstjórn sparisjóðsins CajaSur verið vikið frá en til stóð að sparisjóðurinn sameinaðist öðrum banka, Unicaja. Sá samruni varð að engu og því ákvað seðlabankinn að taka sparisjóðinn yfir.

Segir í tilkynningu frá Seðlabanka Spánar að með þessu séu innistæður tryggðar og að sparisjóðurinn standi við skuldbindingar sínar.

Cajasur fór illa út úr hruninu en hann er einn þeirra litlu sparisjóða á Spáni sem yfirleitt er stýrt af sveitarstjórnarmönnum í viðkomandi héraði.

Cajasur tapaði 596 milljónum evra á síðasta ári og 114 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka