Fresta stofnun myntbandalags

Ríki við Persaflóa ætla að bíða átekta með stofnun myntbandalags …
Ríki við Persaflóa ætla að bíða átekta með stofnun myntbandalags þar til þau sjá hvernig rætist úr með evruna. Myndin er frá Kúveit. Reuters

Vandi evru­svæðis­ins veld­ur því að ríki sem kennd eru við Persa­flóa ætla að bíða átekta með stofn­un mynt­banda­lags og sjá hvernig úr ræt­ist með evr­una. Sj­eik Mohammad al-Sa­bah, ut­an­rík­is­ráðherra Kúveit, seg­ir að það væri „óá­byrgt“ fyr­ir sam­starfs­ráð Flóa­ríkj­anna að halda áfram án þess að skoða í þaula áhrif vanda­mál­anna í Evr­ópu.

„Það nýj­asta er vand­inn á evru­svæðinu,“ sagði ut­an­rík­is­ráðherr­ann að lokn­um fundi ut­an­rík­is­ráðherra sam­starfs­ráðsins í borg­inni Jedda í Saudi-Ar­ab­íu. „Það er margt til að draga lær­dóma af svo við ætt­um að bíða átekta.“ Ráðherr­arn­ir ákváðu á fundi sín­um í dag að fara sér hægt í upp­töku eins sam­eig­in­legs gjald­miðils.

Fjög­ur aðild­ar­ríki sam­starfs­ráðs Flóa­ríkj­anna, Saudi-Ar­ab­ía, Kúveit, Bahrein og Qat­ar, samþykktu í fyrra að hefja und­ir­bún­ing að stofn­un mynt­banda­lags.  Tvö önn­ur, Óman og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in, hafa ekki fall­ist á stofn­un mynt­banda­lags­ins vegna skoðana­ágrein­ings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK