Hráolíuverð enn lágt

Frá NYMEX markaðnum í New York
Frá NYMEX markaðnum í New York Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði lítillega í morgun eftir að hafa lækkað verulega í síðustu viku. Í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York lækkaði hráolía til afhendingar í júlí um 30 sent og er 70,34 dalir tunnan.

Í Lundúnum hækkað hins vegar verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí um 10 sent og er 71,58 dalir tunnan.

Evran er nú 1,2431 Bandaríkjadalur en öll olíuviðskipti fara fram í Bandaríkjadölum og því skiptir gengi gjaldmiðla mjög miklu varðandi framvirka samninga um olíu. Ef Bandaríkjadalur er hár þá er olían dýrari fyrir þá viðskiptavini sem nota aðra gjaldmiðla en dali. Það þýðir að eftirspurn minnkar og verð lækkar.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK