Atvinnuleysi eykst í Svíþjóð

Atvinnuleysi mældist 9,8% í Svíþjóð í apríl en var 9,1% í mars, að sögn hagstofu landsins. Er þetta þvert á það, sem  sérfræðingar höfðu spáð.

Um 483 þúsund manns voru í atvinnuleit í Svíþjóð í apríl, 80 þúsundum fleiri en í apríl í fyrra og 35 þúsundum fleiri en í mars. Sérfræðingar höfðu spáð því, að heldur myndi draga úr atvinnuleysi í apríl og að það yrði um 9%. 

Fjármálaráðuneytið í Svíþjóð spáði því nýlega að atvinnuleysi yrði um 9,4% að jafnaði á þessu ári en síðan myndi draga úr því og það verði komið niður í 6,6% árið 2014. Gert er ráð fyrir vaxandi hagvexti sem verði 2,4% í ár og milli 3 og 3,5% á árunum 2011 til 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK