Evrópsk hlutabréf lækka mikið

Reuters

Hlutabréf lækkuðu mikið í verði í helstu kauphöllum Evrópu þegar viðskipti hófust þar í morgun. Kemur lækkunin í kjölfar lækkunar á mörkuðum í Asíu í nótt. FTSE 100 hlutabréfavísitalan í Lundúnum lækkaði um 2,82%, DAX vísitalan í Frankfurt um 2,5% og CAC vísitalan í París um 3%.

Hlutabréf lækkuðu einnig í kauphöllum álfunnar í gær vegna frétta af því, að spænsk stjórnvöld hefðu þurft að yfirtaka rekstur á spænskum sparisjóði, sem riðaði til falls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK