Hlutabréf hækkuðu á ný í verði í kauphöllinni á Wall Street undir lok viðskiptadagsins en í upphafi dagsins lækkuðu hlutabréfavísitölur mikið í New York. Niðurstaðan var lítilsháttar lækkun frá því í gærkvöldi.
Lækkunin í dag var rakin til spennunnar milli Norður- og Suður-Kóreu og óvissuástands vegna erfiðra ríkisfjármála í nokkrum Evrópuríkjum. En þegar upp var staðið í kvöld hafði Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkað um 0,23% frá því í gær og var 10.043 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,12% og var 2210 stig.