Hráolíuverð í frjálsu falli

Verð á hráolíu hefur verið í frjálsu falli í morgun. Nemur lækkunin á NYMEX markaðnum 2,61 dal og er tunnan komin niður í 67,60 dali. Skeljungur hefur lækkað verð á bensíni um 2 krónur á lítrann og er algengt verð á bensínlítranum nú 203,20 krónur hjá félaginu. Ódýrast er bensínið hjá Orkunni 200,10 krónur lítrinn.

Margar skýringar eru gefnar á verðlækkun nú. Meðal annars styrkingu Bandaríkjadals, óvissa á fjármálamörkuðum og stríðsótti á Kóreuskaganum.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 2,51 dal og er  68,66 dalir tunnan. 

Hér er hægt að fylgjast með eldsneytisverði á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK