Komnir með 60% í West Ham

SUZANNE PLUNKETT

David Gold og David Sullivan, sem eiga 50% hlut í enska knattspyrnufélaginu West Ham hafa aukið hlut sinn í félaginu í 60%. Greiða þeir átta milljónir punda, 1,5 milljarð króna, fyrir 10% hlutinn og rennur helmingur þess til CB Holding, sem er í meirihlutaeigu Straums. Hinn helmingurinn fer til félagsins sjálfs. West Ham var áður í eigu Björgólfs Guðmundssonar en eftir gjaldþrot hans eignaðist Straumur félagið.

Sullivan segir að þeir eigi forkauprétt á þeim 40% sem enn eru í eigu CB Holding og að þeir hafi mikinn hug á að auka hlut sinn á næstunni. Hafa þeir boðið fagfjárfestum að taka þátt í kaupunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK