Eigið fé hvarf eins og dögg fyrir sólu

Mikil hækkun lána án samsvarandi eignaaukningar, í bland við eignaverðslækkanir, varð þess valdandi að samanlögð eiginfjárstaða íslenskra fyrirtækja lækkaði úr 7.178 milljörðum króna í árslok 2007 í 177 milljarða ári síðar. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, hagfræðings hjá ríkisskattstjóra, „Álagning lögaðila.“ Greinin birtist í nýjasta tölublaði tímarits embættisins, Tíund.

Eignir fyrirtækja, eða lögaðila, á Íslandi voru 23.055 milljarðar króna í lok árs 2008 og höfðu minnkað um 200 milljarða milli ára. Skuldir samkvæmt skattframtölum voru 22.675 milljarðar króna á sama tímapunkti, en höfðu aukist um tæpa 6.800 milljarða króna milli ára.

1.000 milljarðar hjá bönkum

Stóru bankarnir þrír, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, vega eðlilega þungt í öllum samanburði á skuldum og eignum fyrirtækja á síðastliðnum árum. Hins vegar kemur fram í heildaryfirliti ársreikninga fjármálafyrirtækja 2007, sem Fjármálaeftirlitið tók saman, að samanlagt eigið fé allra íslenskra lánastofnana var „aðeins“ rúmlega 1.000 milljarðar króna.

Hlutfall félaga með neikvæða eiginfjárstöðu hækkar minna

Þrátt fyrir að eigið fé íslenskra fyrirtækja hafi samanlagt nánast strokast út, hækkar hlutfall þeirra sem eignir eru minni en skuldir úr 31% í 38%. Í grein Páls segir að eigið fé þeirra fyrirtækja sem áttu á annað borð meira en þau skulduðu hafi þó lækkað um 589 milljarða króna. Eigið fé fyrirtækja sem voru með jákvæða eiginfjárstöðu var 6.812 milljarðar króna í lok 2008. Því gefur samtala eiginfjár íslenskra fyrirtækja nokkuð takmarkaða mynd af ástandi allra fyrirtækja í landinu, þar sem bankar og stór eignarhalds- og fjárfestingafélög - sem áttu mörg hver mikið af hlutabréfum banka - draga samtöluna mikið niður.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK