Bandarísk hlutabréf hækka

Hlutabréf hækkuðu mikið í kauphöllinni í New York í kvöld og var það rakið til þess, að kínversk stjórnvöld báru til baka fréttir um að þau ætluðu að selja evru úr gjaldeyrisforða kínverska ríkisins. 

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,86% og er 10.259 stig. Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,73% og er 2277 stig.

Breska blaðið Financial Times sagði, að kínverski seðlabankinn sem á stærsta gjaldeyrisforða heims, væri að íhuga að selja evrur vegna óvissunnar á evrusvæðinu. Kínversk stjórnvöld sögðu að ekkert væri hæft í þessari frétt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK